Menningarhús á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 14:48:40 (1286)

2001-11-07 14:48:40# 127. lþ. 24.3 fundur 96. mál: #A menningarhús á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[14:48]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Við hljótum að fagna því að hæstv. menntmrh. tekur undir hugmyndir heimamanna, t.d. á Vestfjörðum um að vilja dreifa menningunni, ef svo má að orði komast, milli t.d. þriggja húsa sem um hefur verið rætt, tónlistarskólahússins, sjúkrahússins gamla og svo Edinborgarhússins. Ég var á ferð fyrir fáum dögum með öðrum þingmönnum kjördæmisins og allt bar að sama brunni með það að menn kvörtuðu undan því að fjármagn vantaði stórlega í þessa liði. Vil ég hvetja til þess að það verði aukið og gripið á þessu áður en kjörtímabilinu lýkur.

Það var líka hugsað sem byggðaaðgerð og auglýst sem byggðaaðgerð að reisa menningarhús á landsbyggðinni. Ekki veitir af, eins og ástandið er, að efla og styrkja þessa starfsemi. Svo vil ég taka fram að það væri ágætt að hugsa um fleiri byggðarlög en þau sem hér hafa verið nefnd, t.d. Snæfellsnes. Væri ekki ágætt að koma upp góðu menningarhúsi í Grundarfirði?