Fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða

Fimmtudaginn 08. nóvember 2001, kl. 10:37:52 (1327)

2001-11-08 10:37:52# 127. lþ. 25.91 fundur 111#B fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða# (aths. um störf þingsins), KHG
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 127. lþ.

[10:37]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Þegar hefur komið fram að orðið hefur verið við beiðni um að sjúkraliðar komi til fundar við heilbr.- og trn. og eigi þar kost á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ég get ekki tekið undir gagnrýni sem hér hefur komið fram á heilbr.- og trn. hvað þetta varðar.

Ég vil hins vegar vekja athygli á því að málið er ekki á borði heilbr.- og trn. Hér er um að ræða kjaramál sem er á verksviði fjmrh. Viðræður eru í gangi á milli ráðherra og viðsemjanda hans þannig að málið fellur ekki undir verksvið heilbr.- og trn. eða annarrar þingnefndar og mun ekki gera það nema menn telji að flytja eigi lagafrv. til þess að ljúka deilunni. En ég hef engan heyrt halda því fram að slíkt sé á döfinni og veit ekki til þess að nein ósk hafi borist um það, hvorki frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar né frá sjúkraliðum sjálfum. Málatilbúnaðurinn er því allur heldur einkennilegur af hálfu hv. þingmanna stjórnarandstöðunnar í þessu máli.