Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 08. nóvember 2001, kl. 16:05:51 (1382)

2001-11-08 16:05:51# 127. lþ. 25.5 fundur 229. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (Heyrnar- og talmeinastöð) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 127. lþ.

[16:05]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. kom inn á gjaldtökuna. Það er alveg rétt að það er sagt að gjaldtakan eigi að taka mið af kostnaði. Þar með er ekki sagt að það sé í járnum. Ég endurtek að ég hef ekki nein áform um að auka hlutdeild sjúklinga eða hlutdeild notenda í kaupum þessara tækja, að raungildi, ég hef engin slík áform.

Túlkaþjónustan hefur verið rædd hjá okkur.

Þó að gleraugnanotkunin tilheyri ekki þessu frv., þá er ég alveg tilbúinn að fara yfir þau mál þó svo að ég hafi ekki átt fundi um það upp á síðkastið. En við höfum það á dagskrá okkar í ráðuneytinu að fara yfir þau mál og stöðu þeirra. Ég er tilbúinn að kanna þau mál. Ég hef ekki niðurstöðu úr því máli fyrir hv. þm. á þessari stundu.