Málefni Raufarhafnar

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 15:20:10 (1407)

2001-11-12 15:20:10# 127. lþ. 26.2 fundur 123#B málefni Raufarhafnar# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[15:20]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil bara ítreka miklvægi þessarar grunnþjónustu fyrir byggð og búsetu hvar sem er á landinu. Á þessu svæði eru stór og mikil atvinnufyrirtæki í viðskiptum við bankann auk þess sem þessi þjónusta er mikilvæg fyrir alla íbúa þar.

Þetta er svo mikilvægt, herra forseti, að ég hvet til að nú þegar verði tekið á þessum málum vegna Landsbankans og þess sem þarna er að gerast en einnig að þegar í stað verði farið í viðræður við sveitarfélagið og leiða leitað til að styrkja þessa byggð nú þegar, sem virðist einmitt þessa stundina eiga mjög undir högg að sækja.