Reglur um flutning hættulegra efna um jarðgöng

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 15:32:29 (1414)

2001-11-12 15:32:29# 127. lþ. 26.2 fundur 125#B reglur um flutning hættulegra efna um jarðgöng# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[15:32]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Hv. þm., formaður nefndarinnar, var að rifja það upp með mér að upphaflegt heiti á þessari þáltill. var ,,um flutning eldfimra efna um jarðgöng``, en í meðförum samgn. hafi þessu heiti verið breytt í ,,um flutning hættulegra efna um jarðgöng.`` Þess vegna eru störf nefndarinnar viðameiri heldur en kannski hefði orðið ef einungis væri rætt um eldsneytið. Afla þarf upplýsinga um ýmiss konar hættuleg efni.

En ég er sannfærð um að menn eru mjög fylgjandi þessu máli og samstiga og flutningsaðilar séu mjög fúsir til samstarfs hvað það varðar að setja strangar reglur.