Fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 16:05:48 (1433)

2001-11-12 16:05:48# 127. lþ. 26.95 fundur 130#B fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða# (aths. um störf þingsins), ÁRJ (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[16:05]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég ætla að byrja á því að bera af mér sakir þar sem hæstv. ráðherra er hér með dylgjur í minn garð vegna upphæða sem ég nefni úr ríkisreikningi um verð á ríkisjörðum. Ég gæti náttúrlega lesið upp úr ríkisreikningi á hvað verið er að selja þessar jarðir, ef það er þá rétt að kalla það sölu. Það liggur nú við að þetta sé gjöf í einhverjum tilvikum. (Landbrh.: Ekki er þetta að bera af sér sakir?) Ég er að bera af mér sakir vegna þess að ég er að lesa hér beint upp úr ríkisreikningi tölur um það á hvað jarðir hafa verið seldar. Aftur á móti hefði hæstv. ráðherra örugglega losnað við þessi leiðindi ef hann hefði svarað spurningum mínum hér á þingskjali (Gripið fram í.) eins og ég á rétt á, herra forseti, samkvæmt niðurstöðu lögfræðinga nefndasviðs Alþingis, (Gripið fram í.) sem segja í svari til mín ...

(Forseti (GuðjG): Nú er hv. þm. komin út fyrir efnið.)

Ég er að bera hér af mér sakir vegna orða hæstv. ráðherra.

(Forseti (GuðjG): Hv. þm. er ekki að bera af sér sakir með því að fara að lesa hér upp úr ríkisreikningi.)

Ég vil einnig vísa í seinni umræðuna um störf þingsins. Það var alveg ljóst og kom fram í máli mínu að búið var að boða sjúkraliða á fund næstkomandi fimmtudag. (KHG: Hverjar eru sakir?) Það kom fram.