Fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 16:07:04 (1434)

2001-11-12 16:07:04# 127. lþ. 26.95 fundur 130#B fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða# (aths. um störf þingsins), LB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[16:07]

Lúðvík Bergvinsson:

(Gripið fram í: Já, hverjar eru sakirnar?) Virðulegi forseti. Það er nú rétt að komast í ræðustólinn áður en kemur að því að útskýra það fyrir þingheimi, sé hann í vafa.

Það kom fram í ræðu hæstv. landbrh. að þeir sem hér hafi rætt hafi verið með ódrengilegan málflutning, ómerkilegan og þar fram eftir götunum. (Gripið fram í: Ekki allir, ekki allir.) Hæstv. ráðherra bar það upp á þann sem hér stendur að svo hafi verið án þess að rökstyðja það með einu dæmi, án þess að nefna nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Ég held, virðulegi forseti, að það sé ekki við hæfi að hæstv. ráðherrar tali með þessum hætti til þess eins að fela það sem þeir eru sjálfir lentir hér í (Gripið fram í.) og ekkert annað.

Ég mótmæli því harðlega, virðulegi forseti, að hæstv. ráðherrar komist upp með málflutning af þessum toga og lít á hann sem dauðan og ómerkan þangað til dæmin eru nefnd.