Farþegaflutningar til og frá Íslandi

Miðvikudaginn 14. nóvember 2001, kl. 13:59:50 (1511)

2001-11-14 13:59:50# 127. lþ. 29.3 fundur 181. mál: #A farþegaflutningar til og frá Íslandi# fsp. (til munnl.) frá samgrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 127. lþ.

[13:59]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Katrínu Fjeldsted fyrir að bera upp þessa fyrirspurn. Það hefur komið fram víða á fundum núna að fólk hefur tekið eftir þessu máli og finnst þessi samgöngumáti því miður mega muna fífil sinn fegri. Það er athyglisvert að eftir mörg hundruð ára siglingasögu Íslendinga til Kaupmannahafnar þá fer ekki einu sinni flutningaskip til Kaupmannahafnar í dag.

Það kom fram á fundi bæjarstjórnar Seyðisfjarðar með fjárln. að með stærri ferju og betri bryggjuaðstöðu ætluðu þeir sér að teygja ferðirnar fram á haustið og hefja þær fyrr á vorin. Ég tel þetta mjög jákvætt en það er líka mjög athyglisvert að vita af þessum fáu farþegarýmum í flutningaskipunum okkar.