Iðnnám á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 14. nóvember 2001, kl. 15:26:25 (1549)

2001-11-14 15:26:25# 127. lþ. 29.7 fundur 267. mál: #A iðnnám á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 127. lþ.

[15:26]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Drífu Snædal fyrir að vekja máls á málefnum iðnnáms hér í sölum þingsins. Það hefur nefnilega viljað brenna við, og margir skólamenn hafa af því áhyggjur, að við séum að beina ungu fólki allt of mikið inn í bóknám. Það er svo að yfir 90% ungs fólks fara inn í framhaldsskólana en út úr þeim koma ekki nema 50%, og þá spyr maður sjálfan sig hvað verði af þessum 40%. Hér er því verðugt mál að skoða.

Ég fer ekki ofan af því að ég held að styrkja eigi iðnnámið enn frekar og líka með fjölbreyttari og styttri námsbrautum, eins og t.d. gert hefur verið í Skandinavíu þannig að það sé eitthvað sem maður getur alltaf byggt ofan á. Maður getur geymt það í einhver ár en nýtt tímann sinn vel sem ung manneskja og námsfús. Það væri því afar verðugt verkefni að skoða iðnnámið og þetta allt saman í heild sinni.