Rannsókn á áhrifum háspennulína á mannslíkamann

Fimmtudaginn 15. nóvember 2001, kl. 14:14:18 (1623)

2001-11-15 14:14:18# 127. lþ. 30.8 fundur 46. mál: #A rannsókn á áhrifum háspennulína á mannslíkamann# þál., Flm. DrH
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 127. lþ.

[14:14]

Flm. (Drífa Hjartardóttir):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Sigríði Jóhannesdóttur fyrir að taka svona jákvætt undir þáltill.

Svo sannarlega hefur maður heyrt um marga sem hafa þjáðst og jafnvel verið gert grín að, fólk kvartar jafnvel undan því að sár grói ekki, svefnleysi gerir vart við sig og fyrir utan þau krabbameinstilfelli sem nánast er hægt að leiða líkur að að hægt er að setja samasemmerki á milli þeirra og óþæginda vegna rafmagns.

Þess má líka geta að æðioft hefur komið fyrir í landbúnaði að upp hafa komið mikil sjúkdómstilfelli í fjósum þar sem þessi neikvæðu áhrif hafa verið og það hefur verið hægt að lagfæra það. Ekki þarf alltaf svo miklar aðgerðir til að lagfæra hlutina. Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á umhverfið og það þarf bara að reyna að gæta þess að lágmarka þetta eins og hægt er.