Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 16:16:50 (1811)

2001-11-20 16:16:50# 127. lþ. 32.6 fundur 286. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast afla) frv., SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 127. lþ.

[16:16]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Fram kemur í máli hv. þm. Jóhanns Ársælssonar að ég hafi fullyrt að þarna væri um skipulagða aðför að ræða. Nánar tiltekið sagði ég: ,,Ekki finnst mér þó ólíklegt að þarna sé um skipulagða aðför ... að ræða.`` Ég er ekki að fullyrða eitt eða neitt. En það er alveg rétt sem hv. þm. segir að þetta er ekkert sem á að koma okkur á óvart og það gerir það heldur ekki. Ég sagði: Við vitum að hér er stundað brottkast. Við vitum það. Það er staðreynd og það er enginn að mótmæla því.

Ég sagði einnig að ýmsar leiðir væru til að hagræða í útgerð og hv. þm. á að vita hvaða leiðir það eru. Útgerðarmenn geta keypt, þeir geta selt og þeir geta skipt á jöfnum veiðiheimildum og það er engin afsökun fyrir því að henda afla í sjóinn. Ég neita að taka slíkum rökum.