Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 16:25:47 (1818)

2001-11-20 16:25:47# 127. lþ. 32.6 fundur 286. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast afla) frv., SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 127. lþ.

[16:25]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi þessa athugasemd hv. þm. Guðjóns A. Kristjánssonar um að kvótalitlar og kvótalausar útgerðireigi ekki að stunda veiðar --- þær eiga ekki að stunda veiðar nema þær hafi nægjanlegar veiðiheimildir. Það þýðir ekki að kaupa sér eingöngu kvóta í einni tegund. Og þó að heimildir séu til að stunda veiðar verða þessar umræddu útgerðir samt sem áður að fara eftir lögum. Það skulum við hafa alveg skýrt.