Skógræktarmál og Bernarsamningurinn

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 13:37:58 (1860)

2001-11-21 13:37:58# 127. lþ. 33.3 fundur 109. mál: #A skógræktarmál og Bernarsamningurinn# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[13:37]

Tómas Ingi Olrich:

Forseti. Sú fyrirspurn sem hér er flutt er væntanlega lögð fram í þeirri trú að fuglalífi á Íslandi stafi ógn af skógrækt.

Staðreyndir málsins eru hins vegar þessar: Að mati vísindamanna voru 27% landsins vaxin skógi við landnám, eða tæpar þrjár milljónir hektara. Af því standa eftir 5%, eða 120 þúsund hektarar, eða 1,2% af landinu í stað 27%. Skógræktarátak sem hefur staðið sl. tíu ár hefur megnað að klæða um 15 þúsund hektara, eða 0,15% af landinu í stað 27% áður. Þetta er öll ógnin.

Hversu langt getur brengluð umhverfisvernd náð í raun og veru? Þetta vekur spurningar um dómgreind þeirra sem láta sér detta í hug að fuglalífi stafi hætta af skógrækt á Íslandi.