Smávirkjanir í sveitum

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 14:43:29 (1892)

2001-11-21 14:43:29# 127. lþ. 33.11 fundur 284. mál: #A smávirkjanir í sveitum# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[14:43]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir að vekja athygli á þessu máli, annars vegar á smærri vatnsaflsvirkjunum og hins vegar á þriggja fasa rafmagni í sveitum. Bæði þessi mál eru mjög brýn. Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með þróuninni, t.d. í Rangárvallasýslu þar sem Ólafur bóndi á Þorvaldseyri hefur þegar nýtt sér þennan möguleika og bændur í Skálakróki, Ásólfsskála, Moldnúpi og Skálakoti. Þessir ágætu bændur hafa þegar virkjað og nýta raforkuna með þessum hætti. Eins má nefna Eyjólf bónda í Lækjarhvammi í Laugardal.

Hér er um mjög brýnt verkefni að ræða og (Gripið fram í.) afar spennandi. Ég vildi gjarnan sjá þessi mál ganga hraðar fyrir sig en þau gera því að mjög mikill hugur er í mönnum. Hér er um viðbótarbúgrein að ræða í sveitum og kjörið tækifæri til þess að efla sveitir landsins með því að setja meiri orku og meira stuð í þetta mál.