Smávirkjanir í sveitum

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 14:48:43 (1896)

2001-11-21 14:48:43# 127. lþ. 33.11 fundur 284. mál: #A smávirkjanir í sveitum# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[14:48]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það vill vera svo þegar allir þingmenn eru sammála að þá er hætta á ferðum. Og ég tel að töluverð hætta sé á ferðum í þessu máli. Ef menn passa ekki vel upp á að valdir verði bestu kostir til að nýta bæjarlæki þá verður ósköp að sjá þetta í framtíðinni þar sem virkjanir verða við hvern bæ. Og þeir sem hafa áhyggjur af náttúrunni ættu að hafa áhyggjur af því og ástæða sé til að skoða mjög vandlega hvernig þetta lítur út þegar menn aka um vegi landsins eða fara um fagrar sveitir þar sem virkjun er við hvern bæ. Það sé þá a.m.k. þannig frá því gengið að það líti eins vel út í náttúrunni og mögulegt er. Þess vegna hvet ég til þess að menn flýti sér ekki allt of mikið í þeim undirbúningi sem fram undan er við að bændur fari að nýta bæjarlækina sína.