Smávirkjanir í sveitum

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 14:49:53 (1897)

2001-11-21 14:49:53# 127. lþ. 33.11 fundur 284. mál: #A smávirkjanir í sveitum# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi GPál
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[14:49]

Fyrirspyrjandi (Gunnar Pálsson):

Herra forseti. Ég þakka ráðherra fyrir svörin og þingmönnum fyrir umræðurnar. Ég hef svo sem ekki mjög miklu við það að bæta sem ég sagði hér áðan en ég held kannski að það sem vanti dálítið upp á séu leiðbeiningar, eins og hv. þm. Jóhann Ársælsson benti einmitt á. Það er auðvitað svolítil hætta á því að kappið verði meira en forsjáin og menn ætli að fara af stað áður en þeir eru tilbúnir í raun og veru. Þá er áríðandi að ráðuneytið hafi leiðbeiningar handa mönnum, bæði um hvernig þeir eigi að standa að tæknilega og hvernig þeir eigi að bera sig eftir fjármagninu.