Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 16:25:44 (1918)

2001-11-21 16:25:44# 127. lþ. 34.5 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 127. lþ.

[16:25]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og kemur fram í fjáraukalagafrumvarpinu og nefndaráliti því sem ég gerði hér grein fyrir er 38 millj. vegna sölu Skólabrúar varið til framkvæmda hjá þinginu og er þar um tillögu frá ríkisstjórninni að ræða, tillögu sem flutt var inn í þingið af hálfu nefndarinnar.

Þær 25 millj. sem þingmaðurinn vísar væntanlega til og áður hafa komið til þingsins til greiðslu tel ég að séu óháðaðar fjárveitingu þessa liðar.

Ég hef ekki hér við höndina yfirlit yfir þær framkvæmdir og þá skiptingu sem þessari fjárráðstöfun á andvirði Skólabrúar er ætlað og hef heldur ekki við höndina upplýsingar um það hvort sú fjárhæð sem kemur af sölu Skólabrúar nægi til að ljúka þeim fyrirhuguðu framkvæmdum.