Verklag við afgreiðslu fjárlaga

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 13:43:43 (1945)

2001-11-27 13:43:43# 127. lþ. 36.91 fundur 163#B verklag við afgreiðslu fjárlaga# (aths. um störf þingsins), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[13:43]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Umræðan er í raun og veru þegar hafin. Það heyrum við á hv. þm. sem hér hafa tekið til máls. Þeir eru þegar farnir að vitna í fjárlögin til 2. umr. þannig að segja má að umræðan sé þegar hafin.

Faglega hefur verið að verki staðið, eins og venjulega, við gerð þessara fjárlaga, þ.e. 2. umr. getur mjög vel farið fram núna þó að hv. þm. hafi verið að benda á að á milli umræðna hækki fjárlögin um 2,2 milljarða. Við það er ekkert sérkennilegt vegna þess að þegar til 3. umr. kemur er farið yfir tekjuhlið málsins. Það er þannig alrangt sem kom fram hjá hv. 3. þm. Norðurl. e. því að tekjuþáttur frv. er alltaf tekinn fyrir í 3. umr. (Gripið fram í: ... þessu eins og öðru.) Þessi umræða getur þegar farið fram og ég hvet menn til að sýna stillingu eins og hv. 7. þm. Reykv. reyndar sagði áðan, að menn ættu að sýna yfirvegun og stillingu, og við söknum þess að sjálfsögðu að hafa ekki þann góða dreng með okkur í fjárlagagerðinni en ég veit að hann leggur sitt af mörkum í þessari umræðu.