Verklag við afgreiðslu fjárlaga

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 13:45:06 (1946)

2001-11-27 13:45:06# 127. lþ. 36.91 fundur 163#B verklag við afgreiðslu fjárlaga# (aths. um störf þingsins), EMS
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[13:45]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Það er nauðsynlegt að byrja á að mótmæla orðum hv. þm. Ólafs Arnar Haraldssonar vegna þess að aldrei hefur verið orðað af hálfu fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárln., hvorki við þessa umræðu né í nefndinni, að við vildum fresta 2. umr. um fjárlög. Það hefur aldrei staðið á okkur að fara í þessa umræðu. Við höfum hins vegar bent á að meiri hluti fjárln. og ríkisstjórnin eru ekki reiðubúin í 2. umr. Við munum að sjálfsögðu taka þau mál upp sem við teljum henta við þá umræðu.

Við teljum það vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að 2. umr. fjárlaga fer fram við þær aðstæður sem nú eru, þ.e. að verið er að ræða úti í bæ um breytingar á fjárlögum, og að þeir pappírar sem við munum ræða hér í dag eru einskis virði, þ.e. búið er að segja okkur að þeim verði öllum breytt og þess vegna munum við ekki ræða þá pappíra efnislega. Það verður býsna fróðlegt að horfa og hlusta á formann fjárln., hv. þm. Ólaf Örn Haraldsson, fjalla af alvöru um þá pappíra sem hann veit og allur þingheimur að ekkert er að marka.