Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 13:53:46 (1951)

2001-11-27 13:53:46# 127. lþ. 36.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[13:53]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér hef ég atkvæðaskýringu fram að færa. Þingflokkur Samfylkingarinnar mun sitja hjá við atkvæðagreiðslu þessara fjáraukalaga vegna ársins 2001.

Um er að ræða 14 milljarða 346,8 millj. kr. hækkun frá samþykktum fjárlögum sem ber vott um skelfilegt aðhaldsleysi og óstjórn þar sem um er að ræða okurvexti með mikilli og aukinni verðbólgu. Hér er um að ræða tillögur ríkisstjórnar og meiri hluta fjárln. sem Samfylkingin hefur eingöngu átt aðgang að eftir að ákvarðanirnar voru teknar þannig að ábyrgðin er alfarið ríkisstjórnar Sjálfstfl. og Framsfl.

Við minnum á að stofnanir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar hafa árum saman komist upp með að virða ekki fjárheimildir. Það er Alþingis að ákvarða um meiri og dýrari þjónustu. Það er óeðlileg fjármálastjórn að samþykkja viðbótarfjárheimildir til stofnana löngu eftir að í raun er stofnað til heimildarlausra útgjalda.

Af þessari ástæðu munum við sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu, eins og ég gat um áðan.