Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 13:58:08 (1953)

2001-11-27 13:58:08# 127. lþ. 36.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[13:58]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við þessa atkvæðagreiðslu um fjáraukalög þar sem fjárlög yfirstandandi árs eru hækkuð um rúma 14 milljarða munu þingmenn Frjálslynda flokksins sitja hjá við flestar atkvæðagreiðslur um tillögur ríkisstjórnar og meirihlutatillögur fjárln. Undantekning verður að við leggjumst gegn 300 millj. kr. í fjáraukalagafrv. til einkakvæðingarverkefna og munum styðja fjárveitingar meiri hlutans til málefna fatlaðra.