Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 16:06:42 (1961)

2001-11-27 16:06:42# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[16:06]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það væri mikil einföldun að ætla ríkisstjórninni allt það er snertir viðskiptahalla undanfarinna ára. Viðskiptahallinn er kominn til vegna margvíslegra þátta og flókinna sem ég get ekki rakið hér við þessar aðstæður. Því miður er málið ekki svo einfalt að ríkisstjórninni sé um að kenna. Margvíslegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa orðið til þess að þensla og eyðsla hefur verið umfram það sem góðu hófi gegnir. Hins vegar hefur komið á daginn að nú hefur dregið úr þessum viðskiptahalla og ríkisstjórnin mun taka mið af því og mótar væntanlega tillögur sínar í því efni og fjárln. mun sömuleiðis taka mið af því í þeim fjárlagatillögum sem mótast hér milli 2. og 3. umr.