Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 16:19:28 (1971)

2001-11-27 16:19:28# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[16:19]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að gera leiðréttingu á því sem fram kom í máli hv. þm. Péturs Blöndals, ræða mín var ekki einn og hálfur klukkutími, hún var röskir tveir.

Mér finnst, eftir allan þann málatilbúnað sem ég hafði uppi, heldur smátt í sniðum að maður sem beitir sér jafnmikið fyrir framförum í efnahagsmálum og hv. þm. Pétur Blöndal skuli koma hér með þetta litla verkefni en ekki víkja að þeim stóru þáttum sem ég gerði að umræðuefni, ekki síst þeim stóru þáttum um bætta fjárlagagerð og bættar fjárreiður sem snúa að sviði sem hv. þm. hefur beitt sér mjög fyrir og hefur ekki sparað að vega þar bæði til hægri og vinstri.