Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 17:17:44 (1985)

2001-11-27 17:17:44# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[17:17]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Já, sælir eru þeir sem ekki sáu. Hefði nú verið betra að ríkisstjórnin með hæstv. forsrh. og formann fjárln. hefði getað tekið með sama hætti á málum og Egill Skalla-Grímsson og a.m.k. ekki selt silfrið á þennan hátt, en hvort hún hefur gengið upp í fjöll og sökkt því í dý, ekki ég veit hvort fjallgöngumaðurinn hv. þm. Ólafur Örn Haraldsson hefði viljað standa í því.

En málið er, herra forseti, að ógætileg meðferð og ógætilegar aðgerðir í ríkisfjármálum og einkavæðingarmálum voru alvarlegar á þeim tíma og það er óumdeilt og það er miður. Af því á að draga lærdóm.

Hitt höfum við rætt ítarlega, herra forseti, vinnubrögðin eða hvað gerðist í fjárln. Ég vil þó vekja athygli á því aftur, ef hv. formaður fjárln. man það ekki, að málið var afgreitt úr hv. fjárln. á sunnudagskvöld. En á aukafundi í fjárln. í gær var rætt um að formaður fjárln. og varaformaður hefðu tekið þátt í hugmyndahópi á vegum ráðuneytanna um niðurskurðartillögur, en það var það fyrsta sem kom fram um framgöngu þeirra í þeim málum.