Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 17:32:34 (1991)

2001-11-27 17:32:34# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[17:32]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Má skilja það svo, herra forseti, að hv. þm. sé á því að stöðugt eigi að bæta við fólki, bæta þjónustu ríkisins og fjölga verkefnum án þess að til komi launahækkanir hjá því fólki sem vinnur störfin? Vill hv. þm. stýra ríkisfjármálum þannig hér? Á sama tíma er hann að leggja til gífurlegar skattalækkanir á þau fyrirtæki í landinu sem bera arð. Þar með er hann að taka af ríkissjóði stóran skerf fjármuna sem hefði þó verið hægt að nota í að bæta þjónustuna. Eða vill hv. þm. að þjónustan sé bætt án þess að til álita komi mögulegar hækkanir launa starfsmanna?