Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 17:33:25 (1992)

2001-11-27 17:33:25# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[17:33]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Við getum ekki hækkað laun allra Íslendinga svo að það sé varanlegt þannig að menn fái meiri kaupmátt og betri kjör, öðruvísi en framleiðslan í landinu standi undir þeim.

Einu sinni og ekki fyrir mjög löngu síðan hækkuðu Íslendingar kaupið sitt um 10.000% en kaupmátturinn fór niður um 1%. (KolH: Hverjir stóðu að því?) (Gripið fram í: Fór upp um 1%.) 10.000%. Þetta voru glaðir dagar, var það ekki? Var ekki ánægjulegt að minnast þess?

Það er enginn vandi að hrópa á kauphækkanir og segja: ,,Sjá, sjá, ég vil bæta kjör þeirra sem standa illa og allra sem vinna vel.`` En það verður að vera fosenda fyrir því. Ríkisstarfsmenn, hvorki í þessu landi né nokkru öðru, geta ekki lifað við aðra launaþróun en hinn almenni markaður, framleiðslugetan í landinu, stendur undir.