Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 17:43:53 (2001)

2001-11-27 17:43:53# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[17:43]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er náttúrlega efni í margra klukkutíma umræðu hvað hefur gerst á síðustu árum. En auðvitað stafar viðskiptahallinn mjög mikið af því að við Íslendingar vorum að hækka laun okkar. Við vorum að auka hér kaupmátt. Við vorum að því. Var einhver á móti því? Mótmælti því einhver? Nei, það gerði enginn. Við Íslendingar vorum að því. Það kemur fram í viðskiptahallanum að auðvitað eru það einstaklingar --- það er náttúrlega munurinn á því sem er að gerast núna og því sem var að gerast hér áður --- að það eru einstaklingar sem eru að taka þessa peninga. Einstaklingar skulda þessa peninga en ekki ríkissjóður eins og hér áður fyrr. Það er höfuðmunurinn á þeirri þróun sem hefur verið á undanförnum árum og það var hér áður fyrr. Sá er munurinn.