Fjárlög 2002

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 13:35:58 (2094)

2001-11-28 13:35:58# 127. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 127. lþ.

[13:35]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að það er ekki til nægilegt fé til að sinna löggæslu á viðunandi hátt í Reykjavík. Það er ekki til nægilegt fé til forvarna í fíkniefnamálum. Það er ekki til nægilegt fé til lögreglunnar almennt til að sinna hefðbundu hlutverki sínu fyrir íslenskt samfélag. En þegar á að þjóna NATO, þá er nóg til af peningum. Okkar tillaga gengur út á að snúa þessari þröngu forgangsröð við.