Fjárlög 2002

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 13:37:49 (2095)

2001-11-28 13:37:49# 127. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 127. lþ.

[13:37]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um liði undir liðnum Málefni fatlaðra. Samfylkingin hefur ætíð lagt áherslu á að staðið sé við lög um málefni fatlaðra, sem ekki hefur verið gert í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það er ljóst að þessar tillögur munu leiða til þess að biðlistar fatlaðra eftir sjálfsögðum mannréttindum, svo sem búsetu og þjónustu munu halda áfram að lengjast.

Greiningarstöð ríkisins fær ekki neina viðbótarfjárveitingu og getur því ekki sinnt lögbundinni þjónustu. Frammistaða ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðra er til skammar. Þingmál þetta er allt vanbúið og mun Samfylkingin ekki taka þátt í þessari afgreiðslu og situr því hjá.