Veiðieftirlitsgjald

Miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl. 13:51:09 (2099)

2001-11-28 13:51:09# 127. lþ. 37.2 fundur 288. mál: #A veiðieftirlitsgjald# (hækkun gjalds) frv. 125/2001, JÁ
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 127. lþ.

[13:51]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Eins og fram kom hjá hv. frsm. skrifuðum við hv. þm. Svanfríður Jónasdóttir undir þetta álit með fyrirvara en erum samþykk efni þess. Við fórum yfir þetta í nefndinni og teljum að þessar hækkanir séu eðlilegar miðað við verðlagsforsendur og höfum þess vegna skrifað undir nál.

Fyrirvarann settum við þó hér vegna þess að við höfum áður í tengslum við fjárlagagerð, samfylkingarfólk, lagt fram tillögur sem byggt hafa á því að hærra gjald yrði innkallað fyrir veiðiheimildir. Við gerðum þess vegna ráð fyrir því að til þess gæti komið að við flyttum slíkar tillögur í tengslum við fjárlagagerðina. Við vildum að það kæmi fram við þá umræðu sem hér fer fram, að við teljum það fullt eins koma til greina þó að þetta frv. verði samþykkt.