Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 16:22:08 (2210)

2001-11-29 16:22:08# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[16:22]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Það kom mjög skýrt fram í máli mínu að ég vara við því að taka upp bókun 9 ef þá vakna kröfur um aðgang að fiskimiðum Íslands. Ég hygg að ég tali fyrir munn Sjálfstfl. þegar við vörum við því að það að taka upp bókun 9 geti leitt til þess að hjá ESB vakni kröfur um aðgang að fiskimiðunum.

Þessar kröfur hafa verið margendurteknar af Spánverjum. Það þarf ekki annað en lesa yfir umræður í Evrópuþinginu til að átta sig á því að hlutfallslegur stöugleiki er undantekning frá meginreglum ESB og þar hefur komið skýrt fram að þessar kröfur geti vaknað vegna þess að þær séu í eðli sínu í samræmi við grundvallarsamninga ESB.