Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 16:22:59 (2211)

2001-11-29 16:22:59# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[16:22]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hef ég daufheyrst með aldrinum eða heyrði ég ekki þessa röksemd í ræðum hv. þm. áðan? Ég heyrði hann ekki skjóta þessari stoð undir málflutning sinn.

Það skiptir heldur ekki máli. Það hefur alltaf verið ein grundvallarregla sem Íslendingar hafa fylgt í samningum við Evrópusambandið og önnur ríki: Aldrei að fallast á að skipta á aflaheimildum og tollfríðindum. Það er ein meginreglan og það þarf ekki Sjálfstæðisflokkinn til að undirstrika það. Mér kemur aldrei til hugar að hæstv. utanrrh. mundi nokkru sinni fallast á samninga sem gerðu það að verkum að verið væri að selja aflaheimildir, aðgang að lögsögunni, fyrir tollfríðindi. Það hefur aldrei gerst.