Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 16:23:50 (2212)

2001-11-29 16:23:50# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[16:23]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Það er þá rétt að hv. þm. er farin að förlast heyrn vegna þess að ég tók þetta skýrt fram í máli mínu.

Hv. þm. gengur hér fram og vill ganga í ESB. Hann talar þó þar ekki fyrir munn Samfylkingarinnar. Þetta er athyglisverður málflutningur.

Mér finnst hins vegar ekki síður athyglisvert að hv. þm. kaus ekki að koma inn í umræðuna þegar ég hafði lokið máli mínu í fyrra skipti þannig að hann tekur ekki upp efnislega umræðu við þann sem hér stendur fyrr en eftir að hann er búinn að nota sér tvo möguleika til að ræða málin í löngu máli. Og þá ætlast hann til að ég svari þessu. Þetta verð ég að taka fram að er frekar lágkúrulegt.