Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 17:52:22 (2244)

2001-11-29 17:52:22# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[17:52]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Ég er hér með í höndum yfirlýsingu formanns öryggisráðsins, Írans Ryes, þar sem hann greinir frá umræddum fundi sem haldinn var 8. okt. í öryggisráðinu.

Hann segir, með leyfi forseta, ég les hér eina setningu á ensku:

(Forseti (GuðjG): Það er ætlast til að það sé töluð íslenska í ræðustól. Hv. þm. verður að snara þessu yfir á íslensku.)

Það skal ég gera þegar ég hef lesið hana á ensku, með leyfi forseta:

,,The members of the Security Council took note of the letter ... ``

(Forseti (GuðjG): Forseti ætlast til þess að það sé farið að tilmælum hans og ekki farið með erlent mál hér í ræðustólnum. Þær reglur gilda hér á Alþingi.)

Já, en ég vil taka fram, hæstv. forseti, að margoft áður hefur verið vitnað í erlend mál þegar menn telja mikilvægt að hafa nákvæman málflutning, en ég verð að sjálfsögðu við þessari ósk forseta. En hér í yfirlýsingu Ryes kemur fram að öryggisráðið hafi lesið eða heyrt bréf fulltrúa Bandaríkjastjórnar og Breta til ráðsins þar sem þeir hafi skýrt á hvaða forsendum árásirnar séu gerðar.

Síðan er vitnað í samþykkt öryggisráðsins sem byggir ekki á þessu.