Breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál)

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 19:01:34 (2270)

2001-11-29 19:01:34# 127. lþ. 40.4 fundur 321. mál: #A breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál)# þál., RG
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[19:01]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er nokkuð táknrænt að síðasta málið á dagskrá fundar Alþingis í dag skuli vera till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar EES-nefndarinnar. Þess vegna get ég ekki látið hjá líða að koma hér upp til þess að legga orð í belg.

Mér sýnist, við að lesa þessa greinargerð og tilskipun sem fylgir með, að þetta sé gott mál, þessi tilskipun um urðun úrgangs. Það kemur fram í máli ráðherra og greinargerðinni að sum ákvæðin verði sett í reglugerð en lagastoð vantar vegna hlutlægrar ábyrgðar, vegna mengungartjóns sem aðeins er að finna í lögum um mengun sjávar og einnig að skilgreina hvað felst í urðunargjaldi. Ég sé að innan árs á að gera úrbætur á þeim urðunarstöðum sem eru til og í gang mun fara ferli til að fylgja eftir þeim úrbótum sem á að gera.

Ég vil spyrja ráðherrann: Er eitthvað í þessu máli sem er erfitt eða setur í uppnám þá urðunarstaði sem eru til í dag? Það hafa kannski ekki verið mjög strangar reglur um þá miðað við það sem hér er að finna. Mér sýnist þetta gott mál en það væri fróðlegt fyrir Alþingi --- þó ég fái tækifæri til að fara yfir þetta mál í utanrmn. --- að vita hvort vitað er um vandkvæði á þessu.