Breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál)

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 19:03:17 (2271)

2001-11-29 19:03:17# 127. lþ. 40.4 fundur 321. mál: #A breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál)# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[19:03]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Við teljum svo ekki vera. Það er aðlögunartími í þessu máli. Hins vegar er ljóst að það er verið að gera miklu meiri kröfur til urðunarstaða en áður hefur verið gert. Til þeirra hafa verið of litlar kröfur. Þær hafa ekki verið í samræmi við það sem nú er gert ráð fyrir. Þarna er gefinn ákveðinn aðlögunartími sem ætti að gera viðkomandi kleift að laga sig að reglunum með eðlilegum hætti. Hins vegar er alveg ljóst að hér er verið að grípa til kostnaðarsamari aðgerða en áður hefur þekkst, enda erum við farin að gera miklu meiri kröfur til umhverfis okkar og umgengni við það en áður. Í því felst kostnaðarauki. Það sama á t.d. við um virkjanir og alla aðra mannvirkjagerð. Þessar kröfur valda auknum kostnaði þeirra sem standa í þessum atvinnurekstri og standa í fjárfestingum tengdum honum.