Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 15:09:21 (2276)

2001-12-03 15:09:21# 127. lþ. 41.91 fundur 188#B alþjóðlegur dagur fatlaðra# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[15:09]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Það hefði verið fullt tilefni til að taka ítarlega umræðu í dag um málefni fatlaðra. Í dag er alþjóðadagur fatlaðra og í kvöld standa Landssamtökin Þroskahjálp fyrir baráttufundi, m.a. um vanefndir ríkisstjórnarinnar og setja fram kröfur til úrbóta. Ég vil af þessu tilefni að fram komi að ósvarað er spurningum sem þingmaður Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs hefur lagt fram á Alþingi, spurningum sem lagðar hafa verið fyrir hæstv. félmrh. um þjónustusamninga við fatlaða og um lausn á brýnum húsnæðisvanda þeirra. Það er mikilvægt að skýr svör berist við þessum spurningum þannig að við vitum hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eru og okkur gefist kostur á að koma sjónarmiðum okkar á framfæri áður en fjárlögum er lokað.

Ég vil að þetta komi fram, herra forseti.