Úrskurður forseta

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 15:29:49 (2286)

2001-12-03 15:29:49# 127. lþ. 41.93 fundur 190#B úrskurður forseta# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[15:29]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að mótmæla harðlega úrskurði hæstv. forseta Alþingis og hefði talið að honum bæri að taka upp hanskann fyrir Alþingi í þeirri viðureign sem nú fer fram við framkvæmdarvaldið.

Hér eru mjög alvarlegir hlutir að gerast. Forsrn. neitar að upplýsa Alþingi um hvernig 300 millj. af skattfé almennings er ráðstafað, með öðrum orðum fær fjárveitingavaldið ekki upplýsingar um hvernig skattfénu er ráðstafað. Ég hefði haldið að við slíkar aðstæður ættum við liðsmann í hæstv. forseta Alþingis. Ég harma að svo skuli ekki vera.