Málefni hælisleitandi flóttamanna

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 15:53:55 (2304)

2001-12-03 15:53:55# 127. lþ. 41.1 fundur 183#B málefni hælisleitandi flóttamanna# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[15:53]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Málefni hælisleitenda er fyrst og fremst málefni dómsmrn. og það ráðuneyti fer með þau mál. Aðkoma félmrn. er ekki mikil að slíkum málum. Hins vegar höfum við í frv. sem liggur fyrir þinginu um atvinnuréttindi útlendinga gert ráð fyrir því að unnt væri að veita hælisleitendum tímabundið atvinnuleyfi þannig að þeir gætu unnið fyrir sér ef í nauðirnar rekur. Við greiðum Rauða krossinum kostnað sem hann verður fyrir af hælisleitendum.

Hvað varðar menntun barnanna þá tel ég að það mál hljóti að heyra undir menntmrn. en ekki félmrn.