Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 17:18:25 (2324)

2001-12-03 17:18:25# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[17:18]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski ekki miklu við þetta að bæta öðru en því að alþingismenn eiga stjórnarskrárvarinn rétt til upplýsinga. Alþingismenn eiga stjórnarskrárvarinn rétt til upplýsinga. Stjórnarskráin er jafnvel æðri lögum. Þrátt fyrir það fengum við þann úrskurð sem við fengum frá forseta Alþingis hér í dag.