Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 18:58:58 (2348)

2001-12-03 18:58:58# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), HBl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[18:58]

Halldór Blöndal (um fundarstjórn):

Herra forseti. Óhjákvæmilegt er að ítreka athugasemdir mínar. Við erum að ræða skýrslu umboðsmanns Alþingis og þá er tækifærið notað til að halda áfram einhverjum lestri um mál sem alls ekki er hér á dagskrá. Ég hafði satt að segja búist við því að þingmenn bæru þá virðingu fyrir umboðsmanni Alþingis og því verki sem hann hefur verið að vinna, að þeir hefðu ekki uppi málatilbúnað af því tagi sem þeir hafa haldið úti með útúrsnúningum og rangfærslum.