Umræðuefni í athugasemdum um störf þingsins

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 13:58:16 (2377)

2001-12-04 13:58:16# 127. lþ. 42.93 fundur 194#B umræðuefni í athugasemdum um störf þingsins# (um fundarstjórn), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[13:58]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Það er nú kominn sá árstími að stjórnarandstaðan fer upp í upphafi hvers einasta þingfundar til að ræða um störf þingsins. Það var reyndar gert með óvenjumálefnalegum hætti í dag. En það er auðvitað ljóst að menn gera þetta til að ná til fjölmiðla, (Gripið fram í.) það er fyrst og fremst tilgangurinn.

Ég verð að taka undir með hv. þm. Magnúsi Stefánssyni að ég held að það sé orðinn æðilítill munur á utandagskrárumræðu og umræðum um störf þingsins, a.m.k. virðist það vera orðið viðtekið að verið sé að beina spurningum til ráðherra um ákveðin mál eins og gjarnan er nú vandi við utandagskrárumræður.