Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 14:24:03 (2384)

2001-12-04 14:24:03# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[14:24]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla þá að biðja hv. þm. Ólaf Örn Haraldsson að gera grein fyrir því hér á Alþingi með hvaða hætti ríkisstjórnin gerði fjárln. viðvart og uppfyllti lagaskyldu sína, vegna þess að a.m.k. þingmenn Samfylkingar, og ég hygg allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, vita ekki um þetta. Mér þykir því hv. þm. verða nú að gera grein fyrir sínu máli og hæstv. fjmrh.