Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 14:25:07 (2386)

2001-12-04 14:25:07# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, SvH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[14:25]

Sverrir Hermannsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta 300 millj. kr. mál er bara enn eitt ljóst dæmi um það hvernig framkvæmdarvaldið umgengst hið háa Alþingi.

En á bls. 13 í þingsköpum segir svo, þ.e. í 25. gr. þeirra, með leyfi forseta:

,,Fjárlaganefnd á rétt á að fá þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar um rekstur og fjárhagsáætlanir fyrirtækja og stofnana sem óska eftir framlögum úr ríkissjóði. Enn fremur er þeim stofnunum ríkisins, er fást við efnahagsmál, skylt að veita nefndinni upplýsingar og aðstoð sem hún þarf á að halda við afgreiðslu þingmála.``

Í þingsköpum er aðeins gert ráð fyrir því að nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu í utanrmn. ef formaður nefndarinnar eða ráðherra mælir svo fyrir um. En með kröfu um lokaðan þingfund yrði að upplýsa allt hið háa Alþingi um þetta.

Svo þarf ég að fá svar við því hvernig hv. formaður fjárln. ætlar að taka á því máli að einn af þingflokkunum á þingi hefur enga nasasjón af þessu máli.