Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 14:29:31 (2390)

2001-12-04 14:29:31# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[14:29]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér eru engin undirmál og allra síst á hv. fjárln. aðild að neinum undirmálum. Ég vil reyna að útskýra þetta enn einu sinni fyrir þingheimi. Fundarmenn á fundi fjárln. óskuðu eftir því að fá til sín þær upplýsingar sem hér er rætt um og ef í óskum forsrn. kæmi fram að farið væri með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál þá mundu nefndarmenn ekki bregðast þeim trúnaði. Það undirgengumst við allir og þess vegna er það ekki að nefndin sé að óska eftir neinu í trúnaði, heldur þvert á móti, að ef slík ósk kæmi fram og þá í samræmi við starfsreglur þingsins þá geti nefndin ákveðið að verða við slíku. Og það munum við gera þegar þær upplýsingar berast.