Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 14:36:56 (2396)

2001-12-04 14:36:56# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[14:36]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Þessar upplýsingar voru vægast sagt afar sérkennilegar, nema hér sé um að ræða skuld Skógræktarinnar við Garðyrkjuskóla ríkisins. Ég vil taka fram að ég tel að Garðyrkjuskóli ríkisins hafi fulla þörf fyrir þessa fjármuni en það er bara allt annar handleggur. Hér er verið að fara á skjön við hluti sem sagðir voru og voru mjög skýrir. Í 7. gr. fjárlaga er hvergi um það rætt að ráðstafa eigi þessu á neinn annan hátt, þ.e. það er eingöngu gefin heimild til sölunnar. Þessi skýring sem ég vitnaði í áðan var gefin við þá umræðu. Og það er afar sérkennilegt, vægast sagt, ef fyrrv. formaður fjárln. er gerður ómerkur orða sinna.

Ég verð að segja það, herra forseti, að á öllu öðru átti ég von en að hæstv. heilbrrh. yrði strax á fyrsta ári sínu í ráðherrastóli gerður ómerkur orða sinna, þegar hann hafði mælti jafnskýrt og ég vitnaði til hér áðan.