Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 14:42:03 (2401)

2001-12-04 14:42:03# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[14:42]

Össur Skarphéðinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kom hér í stólinn til að leita liðsinnis hæstv. forseta. Er það ekki réttur minn að fá upplýsingar sem liggja fyrir, sem hv. þm., Ólafur Örn Haraldsson, hefur lýst yfir að liggi fyrir? Ég hef spurt hann um þessar upplýsingar, ég þarf á þeim að halda. Einhverra hluta vegna vill hv. þm. ekki láta það uppi með hvaða hætti hæstv. fjmrh. sinnti ákvæði 33. gr. sem ég hef rakið. Ég óska eftir því að hæstv. forseti hjálpi mér sem almennum þingmanni til þess að ná þeim rétti sem ég á til þessara upplýsinga.