Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 15:50:08 (2410)

2001-12-04 15:50:08# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[15:50]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka undirtektir hv. þm. Vilhjálms Egilssonar. Fyrir mér er þetta meira mál en bara kosningamál. Fyrir mér er þetta mál á landsvísu, hvernig á að taka á þessum málum og hinni alvarlegu stöðu sveitarfélagsins Skagafjarðar eins og hjá mörgum öðrum sveitarfélögum sem eru í hliðstæðri stöðu. Það á að taka á þeim á landsvísu og leysa þau en ekki láta þau dragast og dragast, og hengja sveitarfélögin áfram.

Þannig að ég vonast eftir því, herra forseti, að hv. þm. Vilhjálmur Egilsson styðji þessar tillögur sem hér eru fluttar um að fjárhagsvandi sveitarfélagsins Skagafjarðar verði leystur á annan hátt en lagt er til í frv. meiri hlutans til fjáraukalaga.