Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 21:27:51 (2459)

2001-12-04 21:27:51# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[21:27]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það sem við vorum að fjalla um í fjárln. í kvöld var nákvæmlega þetta: Við fengum bréf í trúnaði um hverjir væru að selja eignir ríkisins. Við vitum hvaða eignir þetta eru, það eru þrjár eignir. Það vita allir að ekki er búið að selja eignirnar.

Mig langar til að spyrja hv. þm. Einar Má Sigurðarson, 4. þm. Austurl., af því ég veit að hann hefur fengist töluvert við stærðfræðikennslu: Hvernig ætlar hann að kenna börnum það --- nú vitum við að sölulaun eru hlutfallslaun --- þegar allar þrjár stærðirnar eru óráðnar, hvernig ætlar hann þá að skipta sölulaununum sem eru hlutfallsleg? (Gripið fram í: Þetta er bara algebra.)