Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 21:35:42 (2463)

2001-12-04 21:35:42# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, EOK (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[21:35]

Einar Oddur Kristjánsson:

Herra forseti. Það er fáránlegt að ætla mér að ég hafi verið að biðja forsrn. um að skrifa einhver bréf öðruvísi en þeir vilja skrifa sín bréf.

Í þessu bréfi voru þær upplýsingar sem við þurftum að fá og báðum um. Það vita allir sem vilja vita það að ekki er búið að selja fyrirtækin. Þess vegna veit enginn skiptinguna. En allir menn sem vita eitthvað um sölu á fyrirtækjum vita að menn gera það hlutfallslega fyrir þóknun og það er ekkert leyndarmál í því þannig að það var ekkert sem vantaði inn í þetta bréf. Þetta er bara moldviðri út af engu. Og ásakanir á mig um að ég fari að standa fyrir því að menn skrifi ekki hvað sem er í slíkt bréf eru fáránlegar.

Ég tel bréfið alveg fullnægjandi vegna þess að ráðuneytið sagði frá því sem hægt er að segja frá, það er ekki búið að skipta tölunni vegna þess að fyrirtækin eru ekki seld.